Rógur um Björgvin G.Sigurðsson kveðinn niður

Landsbankinn hefur staðfest orð Björgvins G. Sigurðssonar, alþingismanns um að bankinn hafi aldrei afskrifað neinar kröfur á Björgvin. Þetta kemur fram á fréttavefnum Sunnlendingur.is. Þar með hefur Landsbankinn staðfest orð Björgvins sem koma fram í grein sem hann ritaði og birt er í Morgunblaðinu í dag.

Í greininni í Morgunblaðinu vísar Björgvin alfarið á bug sögusögnum þess efnis að hann hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá fjármálastofnunum. Segist hann eingöngu hafa verið í viðskiptum við einn banka, Landsbankann, og þar hafi hann „... ekki fengið eina einustu krónu afskrifaða eða niðurfellda ...“ eins og hann orðar það í greininni.

Í grein Björgvins í Morgunblaðinu segir  meðal annars:
„Um helgina hringdi í mig vandaður maður og sagði mér að kosningasmalar Sjálfstæðisflokksins hefðu sótt hann heim. Reynt að fá hann til að kjósa í prófkjöri hjá Flokknum en hann sagði nei, hann styddi Björgvin og Samfylkinguna og kysi ekki hjá öðrum. Þetta þóttu smölunum afleitt að heyra. Björgvin væri ekki ekki hægt að kjósa þar sem hann hefði fengið afskrifaðar 100 milljónir í bankakerfinu! Eitt hundrað milljónir, takk fyrir.“(mbl.is)

Það er ljótt  þegar sett er í gang rógsherferð gegn ákveðnum mönnum,í þessu tilviki gegn Björgvin G,.Sigurðssyni fyrrv, ráðherra. En það er gott að hann hefur nú kveðið róginn niður með yfirlýsingu frá Landsbankanum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband