Landsbankinn hefur afskrifað 1,8 milljarð hjá fyrirtækjum

Af nýju ríkisbönkunum þremur hefur aðeins nýi Landsbankinn endanlega afskrifað lán, að því er fram kom í svari Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Eygló Harðardóttur, Framsóknarflokki, á Alþingi í dag. 

Svaraði Steingrímur með yfirliti sundurliðuðu eftir bönkum. 

Því væri til að svara að Íslandsbanki hefði óskað eftir því að bú þriggja félaga yrðu tekin til gjaldþrotaskipta frá því að bankinn tók við eignum úr hendi Glitnis hinn 14. október síðastliðinn.

Nýi Kaupþing banki hefði sent eina gjaldþrotabeiðni vegna gjaldþrots fyrirtækja en ekkert félag hefði verið úrskurðað gjaldþrota að beiðni nýja Landsbankans.

Hinn 12. mars hafi verið áætluð gjaldþrotaskipti yfir einu félagi en svar borist frá Landsbankanum daginn áður.

„Vert er að taka fram að í flestum tilvikum óska stjórnar fyrirtækja sjálfar eftir gjaldþrotaskiptum,“ sagði Steingrímur. 

 

Hvað varðaði spurningu Eyglóar um heildarupphæð afskrifaðra skulda fyrirtækja hjá nýju bönkunum, sundurliðað eftir bönkum, sagði Steingrímur Íslandsbanka ekki hafa samþykkt endanlega afskrift neinna útlána frá því bankinn tók við eignum úr hendi Glitnis.

Engin lán yrðu afskrifuð af bankanum endanlega fyrr en í fyrsta lagi eftir að stofnefnahagsreikningur nýs banka og verðmat á þeim eignum sem fluttar voru á milli gamla og nýja bankans liggur fyrir.

Sama gildi um nýja Kauþing.

Hins vegar hefði bankaráð Landsbankans samþykkt að afskrifa útlán til fyrirtækja að fjárhæð 1.772.311 krónum, eða að upphæð tæplega 1.800 milljóna króna.

Hvað snerti spurninguna um í hve mörgum tilvikum eignum fyrirtækja hefði verið ráðstafað aftur til fyrri eigenda eða tengdra aðila hefði ekkert tilvik þess efnis verið um að ræða hjá Íslandsbanka.

Einstök uppgjörsmál væru ekki komin á það stig að hægt væri að tala um endanlega úrlausn þessara mála og ráðstafanir til fyrri eða annarra eigenda hjá nýja Kaupþingi.

Hjá Landsbankanum hefði eignum fyrirtækja ekki verið úthlutað til fyrri eigenda eða tengdra aðila.

Hins vegar hefði í nokkrum tilvikum verið samið við hluthafa um að leggja fyrirtækjum til nýtt hlutafé og frysta afborganir lána.

(mbl.is)

Reikna má með að hluti afskrifta Landsbankans séu afskriftir á skuldum Árvakurs.En sú spurning vankar hvort ekki þarf að afskrifa einnhvað af skuldum einstaklinga til jafns við afskriftir á skuldum fyrirtækja.Það gengur ekki að  afskrifa aðeins skuldir fyrirtækja  en ekki einstaklingq.

 

Björgvin Guðmundssopn 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband