Fimmtudagur, 19. mars 2009
Bankahrunið: Ekkert verið að rannsaka?
Viðtal var í Sjónvarpinu í gær við sérstakan saksóknara,sem rannsaka á bankahrunið.Fram kom,að hann hefur ekki hafið rannsókn á neinu máli að eigin frumkvæði.Hann virðist bíða eftir að fá mál send frá Fjármálaeftirlitinu.Þetta er ekki nógu gott. Fjölmiðlar hafa bent á fjölda mála,sem eru mjög grunsamleg í bönkunum.Nú síðast var bent á,að Kaupþing hafi lánað um 500 milljarða til eigenda sinna rétt fyrir bankahrunið.Svo virðist sem með þessum lánveitingum hafi reglur bankans verið brotnar.Á sama tíma og bankinn lánaði eigendum sínum 500 milljarða sagði hann venjuleguim viðskiptamönnum á innlendum markaði,að engir peningar væru til. Sérstakur saksóknari á strax að hefja rannsókn á þessu máli.
Eva Joly sem ráðinn hefur verið ráðgjafi við rannsókn efnahagsbrota segir,að það þurfi að gera húsrannsóknir til þess að rannsaka hvar peningar séu faldir,t.d. í skattaskjólum erlendis.Þetta er rétt hjá henni. En ekkert er gert. Þessir rannsóknaraðilar sitja bara með hendur í skauti. Eins er með rannsóknarnefnd alþingis.Hún gerir ekki neitt. Hún er að kortleggja .það sem gerðist. Það hefði eins mátt fela félagi sagnfræðinga slíka kortlagningu. Það þarf að rannsaka hvað gerðist og yfirheyra þá sem bera ábyrgð æá bankahruninu. Og það þolir enga bið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.