Fimmtudagur, 19. mars 2009
Annarri af 2 legudeildum á Grenás lokað!
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra segir erfitt að koma í veg fyrir að þjónusta í heilbrigðiskerfinu verði skert vegna niðurskurðarins sem ákveðinn var í fjárlögum þessa árs. Stjórnvöld séu á endanum ábyrg fyrir því hve naumt sé skammtað.
Í síðustu viku var greint frá þeirri ákvörðun Landspítalans að loka annarri af tveimur legudeildum endurhæfingarinnar á Grensási en við það fækkar leguplássum úr 40 í 26. Ögmundur segist treysta því að stjórnendur Landspítalans útfæri sínar breytingar þannig að þjónusta við sjúklinga skerðist ekki þótt legurýmum fækki. Við höfum sett fram ákveðin grundvallaratriði, þ.e. að forðast verði að skerða þjónustu við sjúklinga og að kjör og störf þess starfsfólks sem er með minnstar tekjur verði varin. (mbl.is)
Mér finnst forkastanlegt,að legudeild skuli lokað á Grensás.Ég fullyrði,að það verður enginn sparnaður af þeirri ráðstöfun.Ef sjúklingar fá ekki næga endurhæfingu þá kemur þaö fram í auknum kostnaði annars staðar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.