Lífeyrisþegar mótmæla skerðingu á lífeyri

Landssamband eldri borgara,Öryrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp mótmæla harðlega þeirri skerðingu á lífeyr,sem átti sér stað um sl. áramót.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók ákvörðun um að skerða lögverndaðan lífeyri almannatrygginga um 10 prósent   um sl. áramót hjá meginþorra lífeyrisþega.  Þetta var gert þrátt fyrir öryggisákvæði laga sem var sérstaklega sett til að vernda lífeyrisþega á krepputímum.  . .Athygli vekur að hin nýja ríkisstjórn Samfylkingar   og VG hefur ekki enn horfið frá því að ráðist sé með þessum hætti á tugþúsundir lífeyrisþega.

Það er lýðræðisleg krafa að ríkisstjórnarflokkarnir svari því skýrt og skilmerkilega hvort, og þá hvenær, þeir hyggist leiðrétta ofannefnda gjörninga.

Samtökin,sem mótmæla lífeyrisskerðingunni hyggjast ræða við stjórnmálaflokkana um málið.

Björgvin Guðmundsson.  .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband