Fimmtudagur, 19. mars 2009
Samfylkingin stærst með 31,2% hjá Gallup
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju 38 þingsæti af 63 samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent-Gallup. Þá segjast 64.3% styðja stjórnina, en 35.7% vera henni andvíg.
Samfylkingin mælist með mest fylgi eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið í fyrsta sæti síðustu tvær vikur.
Samfylkingin fær 31,2% atkvæða, samkvæmt samkvæmt nýrri könnun Capacent-Gallup fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Hún bætir við sig rúmum tveimur prósentustigum frá síðustu könnun fyrir viku. Sjálfstæðisflokkurinn tapar álíka miklu fylgi og fær nú 26,5%. Vinstri-græn eru í þriðja sæti með 24.6% og Framsóknarflokkurinn 11,3%.
Frjálslyndi flokkurinn mælist með minnst fylgi allra framboða, 1,3%, fyrir neðan Borgarahreyfinguna sem fær 2,5% og Fullveldissinna sem fá 1,9%. Úrtakið var rúmlega 1555 manns og svarhlutfall rúm 62%. Könnunin var gerð dagana 11. -17. mars.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.