Vill flytja inn sjúklinga frá Bandaríkjunum

Byggja þarf upp betri aðstöðu til að geta flutt inn sjúklinga til að framkvæma á þeim aðgerðir hérlendis. Slíkur innflutningur gæti komið í kjölfarið á samstarfi fyrirtækis Róberts Wessmann „Salt Investments“ við hina virtu bandarísku heilbrigðisstofnun Mayo Clinic. Það samstarf gengur m.a. út á að rannsaka samfélagshópa að gefnum ákveðnum forsendum með það í huga að koma í veg fyrir sjúkdóma en ekki lækna þá þegar þeir eru orðnir staðreynd.

„Við erum þegar komin með þó nokkuð marga samstarfsaðila sem hafa áhuga á að vinna að því að flytja inn sjúklinga með okkur,“ segir Róbert. Aðstaðan á Keflavíkurflugvelli, gamla varnarsvæðinu, hugnast honum vel og stutt er þaðan í skurðstofuaðstöðu í Reykjanesbæ sem hann hefur áhuga á að leigja.

Róbert telur að samstarfsverkefnið við Mayo Clinic skapi Íslandi virðingu á alþjóðavettvangi auk þess sem í kjölfarið skapast allt að 300 störf.

Í tengslum við starfsemina yrði sjúkraþjálfun, endurhæfing og atferlismeðferð fyrir offitusjúklinga.

Róbert hefur þegar stofnað ferðaskrifstofu í kringum hugmyndina, Pure Health, en það eina sem vantar er samþykki heilbrigðisráðuneytisins fyrir leigu á aðstöðunni. „Ef gengið yrði frá þessu núna myndu fyrstu sjúklingarnir koma hingað á fjórða ársfjórðungi á þessu ári,“ segir Róbert. Líklegt sé að Mayo Clinic muni skrifa undir samstarfssamninginn á næstu misserum.(mbl.is)

Hér er um athyglisvert mál að ræða.Gæta verður þess þó,að innflutningur sjúklinga erlendis frá verði ekki til þess að greiðq fyrir

sjúklingagjöldum og þjónustugjöldum á sjúkrahúsum hér.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband