Bandaríkjamenn mótmæla græðgisvæðingu fjármálastofnana

Grasrótarsamtök vestan hafs efna til mótmæla í dag við banka og fjármálastofnanir vítt og breitt um Bandaríkin. Þau vilja andæfa háum kaupaaukagreiðslum til stjórnenda og fleiru sem beri vott um græðgisvæðingu viðskiptalífsins.

 

Nú síðast hafa kaupaukagreiðslur til starfsmanna AIG-tryggingarisans vakið reiðiöldu vestan hafs enda fyrirtækið þegið mikla fjárhagsaðstoð stjórnvalda.

Mótmælt er í flestum stærstu borgum Bandaríkjanna við höfuðstöðvar eða útibú fyrirtækja á borð við AIG, Goldman Sachs-bankans, Bank of America og þannig mætti áfram telja.

Skipuleggjendur vonast til að tugþúsundir taki þátt í mótmælunum.

Timothy Geitner, fjármálaráðherra, liggur nú undir ámæli fyrir vinnubrögð sín í kaupaaukamáli AIG en Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur lýst yfir fullum stuðningi við ráðherrann. Sá starfsmaður AIG sem fékk hæstu kaupaaukagreiðsluna, um sex og hálfa milljón dala, hefur nú ákveðið að skila henni.
Björgvin Guðmundsson 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband