Verður áfram félagshyggjustjórn?

Skoðanakönnun Gallups um fylgi flokkanna,sem birt var í gær,lofar góðu um áframhaldandi félagshyggjustjórn eftir kosningar.Í viðtali við Fréttablaðið í dag segir Steingrímur J. Sigfússon,formaður VG,að hann vilji,að framhald verði á stjórnarsamstarfinu.

Mikil og erfið verkefni bíða nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar.Þar ber hæst að leysa ríkisfjármálin en eftir er að ákveða hvernig loka á gatinu á fjárlögum.Ljóst er,að það verðu bæði að skera niður ríkisútgjöld og auka tekjur ríkisins.Þetta er erfitt verkefni fyrir félagshyggjuflokka,sem vilja auka framlög til velferðarmála. En treysta verður félagshyggjuflokkum betur til þess að leysa þetta erfiða verkefni en Sjálfstæðisflokknum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband