Vorboði: Lóan er komin

Kunnuglegur og kærkominn söngur barst mönnum til eyrna á Höfn í Hornafirði snemma í morgun og reyndist þar heiðlóan vera komin til landsins. Lóan var ein á ferð og flaug yfir Einarslund á Höfn syngjandi sitt fagra dirrindí og því greinilega komin í þeim erindagjörðum að boða komu vorsins að því er fram kemur á vefnum fuglar.is

Lóan er í fyrra fallinu í ár, en á síðustu 10 árum hafa þær fyrstu að jafnaði komið á  bilinu 20. til 31. mars. Í byrjun mánaðarins bárust reyndar fregnir um að sést hefði til lóu við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og á Hlíðsnesi á Álftanesi en talið er líklegast að þar hafi vetursetufuglar verið á ferð. Enginn vafi leikur hinsvegar á því nú að lóan er komin aftur  til að njóta íslenska sumarsins, líkt og margir eru vafalaust byrjaðir að gera í huganum.(mbl.is)

Þetta eru  ánægjulegar fréttir.Þær  þýða,að vorið er á næsta leiti. Ekki veitir af birtu og yl nú í miðri kreppunni.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband