Mikil skerðing tryggingabóta vegna fjármagnstekna

Ég hefi oft gagnrýnt skerðingu á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum vegna tekna úr lífeyrissjóði.Þá skerðingu verður að afnema.Ríkið á ekkert með að seilast  þannig óbeint í lífeyrinn í lífeyrissjóðum.En það er einnig mjög ámælisvert,að lífeyrir aldraðra skuli skertur mjög mikið vegna fjármagnstekna.Frítekjumark vegna fjármagnstekna er 98.640 kr.Á ÁRI.Það er ekki neitt. Frítekjumarkið ætti að vera 100 þús. kr. á mánuði eins og vegna atvinnutekna.Hér þarf að koma til leiðrétting. Ef fólk sparar  nokkrar krónur til efri áranna á ekki að refsa því með því að hrifsa hluta af sparnaðinum og skerða tryggingabætur . Það er eins farið að gagnvart ellilífeyrisþegum sem eiga lífeyri í lífeyrissjóði eins og gagnvart þeim,sem eiga nokkrar krónur í banka.Í báðum tilvikum er hrammur ríkisins á lofti og hrifsar  í raun hluta lífeyrisins eða sparnaðarins með því  að skerða tryggingabætur verulega.Hér er verk að vinna. Þetta þarf að leiðrétta.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband