Jóhanna vill halda samstarfinu við VG áfram

Jóhanna Sigurðardóttir segir að formennska í Samfylkingunni sé ögrandi og spennandi verkefni sem hún sem forsætisráðherra hafi ekki getað skorast undan. Hún segir brýnt að Samfylkingin verði leiðandi afl í næstu ríkisstjórn og sér fyrir sér sömu flokka áfram, nái þeir meirihluta. Jóhanna útilokar ekki að flokkarnir gangi bundir til kosninga.

Jóhanna lýsti því yfir í gærkvöldi að hún hygðist gefa kost á sér til formennsku í Samfylkingunni. Hún skýrði hversvegna að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi.

„Það lág alltaf fyrir eftir prófkjörið að ég fékk mjög góðan stuðning. Ég fékk líka mikla hvatningu frá félögum mínum um allt land. Eftir nokkra yfirlegu ákvað ég að slá til."

Spurð hvort hún hafi fyrir fáeinum mánuðum séð fyrir sér að hætta í stjórnmálum svarði Jóhanna: „Nei, það vil ég ekki segja. Í byrjun seinasta kjörtímabils hugsaði ég til þess að þetta yrði kannski seinasta kjörtímabilið en það hefur ýmislegt breyst á þessum tíma þannig að ég ákvað að halda áfram."

Núverandi stjórnarsamstarf er farsælt, að mati Jóhönnu sem telur brýnt að Samfylkingin verði leiðandi flokkur í næstu ríkisstjórn. ,,Þannig að ég get alveg séð fyrir mér þetta samstarf áfram fái þessir tveir flokkar meirihluta.

Aðpurð hvort að hún vilji að ríkisstjórnarflokkarnir gefi út að þeir gangi bundnir til kosninga sagði Jóhanna: „Það er alltof fljótt að segja til um það. Við munum fara yfir málin." (mbl.is)

Jóhasnna útilokar ekki,að flokkarnir gangi bundnir til kosninga.Margir þingmenn Samfylkingar vilja það.Ég tel,að svo ætti að vera.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband