Bjarni Ben.að snúast í afstöðu til ESB?Segir evru með aðild sterkasta kostinn

Bjarni Benediktsson, þingmaður og formannsefni Sjálfstæðisflokksins, vill afnema verðtryggingu og hyggst beita sér fyrir því. Þetta kemur fram í ítarlegu fréttaviðtali í dag.

Bjarni leggur til að þessi vinna hefjist í vor í samráði og samstarfi við helstu hagsmunaaðila, auk þess sem ríkið komi að málum með afgerandi hætti. Engan tíma megi missa til að tryggja að hér myndist húsnæðislánamarkaður með óverðtryggðum lánum.

Bjarni er efins um að hægt sé að auka stöðugleika hér á landi með krónunni og ekki verði lengur umflúið að taka afstöðu til ESB aðildar. „Rætt hefur verið um einhliða upptöku annarrar myntar, en ég tel að í gjaldmiðilsmálum sé enginn kostur jafn sterkur og evran með ESB-aðild í stað krónunnar," segir hann. Ákvörðun um inngöngu í ESB verði þó að taka með hliðsjón af þeim fórnum sem þarf að færa. Hann býst við að þetta verði átakamál innan Sjálfstæðisflokksins.

Bjarni telur að fyrrverandi ríkisstjórn hafi vanmetið þörfina á pólitísku uppgjöri strax eftir hrun bankanna. Sjálfstæðisflokkurinn hafi hins vegar axlað pólitíska ábyrgð á efnahagshruninu þegar hann gekk úr stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna og lagði til þjóðstjórn. Flokkurinn eigi nú brýnt erindi við kjósendur og bjóði fram með það að markmiði að komast aftur í ríkisstjórn.(mbl.is)

Þetta eru talsverð tíðindi.Þau gætu bent til þess,að skammt sé í þaö,að Sjálfstæðisflokkurinn mæli með aðild að ESB.Sennilega verður það lagt til,að uppfyllltum ákveðnum skilyrðum.

 

Björgvin Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband