Laugardagur, 21. mars 2009
Blekkingar um "kjarabætur " aldraðra
Nýlega sagði Pétur Blöndal alþingismaður í þingræðu,að lífeyrir öryrkja hefði nýlega verið hækkaður um 20%.Hér var annað hvort um blekkingu eða vanþekkingu að ræða hjá þingmanninum.Staðreyndir málsins eru þessar:
Öryrkjar og aldraðir áttu samkvæmt eldri lögum að fá verðlagsuppbót á lífeyri sinn frá sl. áramótum.Þetta var haft af flestum .þeirra.Flestir fengu aðeins 9,6% hækkun en áttu að fá tæp 20% eða eins og verðbólgan hafði aukist.Þeir sem fengu aðeins 9,6% máttu sæta skerðingu á lífeyri sínum að raungildi til.Mig undrar,að Pétur Plöndal,sem er stærðfræðingur skuli, kalla það hækkun þegar það er verið að greiða lögbundna verðlagsuppbót.
Það er alltaf verið að tala um einhverjar miklar kjarabætur til handa öldruðum. En ekki er um þær að ræða.Það hefur verið dregið úr tekjutengingum,þ.e. skertar minna en áður tryggingabætur þeirra sem eru á vinnumarkaði.En þeir,sem hættir eru að vinna hafa ekki fengið sambærilegar kjarabætur.Þeir lægst launuðu hafa fengið einhverja hungurlús en aðrir ekkert.Það er mikið verk að vinna á þessu sviði.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.