Sunnudagur, 22. mars 2009
M;orgunblaðið níðir Jóhönnu Sigurðardóttur
Í dag birtist í Mbl. grein eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur um Jóhönnu Sigurðaróttur.Þetta er hrein níð grein um Jóhönnu.Boðskapur greinarinnar er sá,að vegna þess að Jóhanna tók sér langan tíma til þess að ákveða hvort hún byði sig fram til formanns Samfylkingarinnar yrði hún óhæfur formaður.Hún hefði nánast látið neyða sig í starfið og hefði engan áhuga á því.Þetta er fráleitur málflutningur.Það er mjög eðlilegt,að Jóhanna hafi tekið sér langan umhugsunartíma,þar eð hún er forsætisráðherra og það var ekki sjálfgefið að hún bætti á sig formennskunni. Fyrir viku birtist svipuð níðgrein um Jóhönnu eftir Agnesi Bragadóttur.Sú grein var jafnvel eenn svæsnari.Þar var t.d. sagt,að Jóhanna liti aldrei framan í viðmælanda sinn.Algert rugl. Hvað gengur þessum blaðamönnum til. Geta þeir ekki unnt Samfylkingunni þess að eiga vinsælan foringja.Þurfa þeir að reyna að níða hann niður.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.