Mánudagur, 23. mars 2009
Skiladagur skattframtals er í dag
Í dag er síðasti dagur til þess að skila skattframtali,ef frestur er ekki fenginn en auðvelt mun að fá frest til mánaðamóta.Það er nú orðið mjög auðvelt að fylla út skattframtal.Nær allar upplýsingar eru þegar forritaðar á framtalið.Nú hefur það bætst við,að allar bankainnistæður eru ritaðar á framtölin.Ekki eru allir ánægðir með það.Áður var talið,að vegna bankaleyndar gætu skattyfirvöld ekki komist í bankainnistæður fólks.En bankaleyndin gildir aðeins fyrir suma en aðra ekki.Sennilega gildir hún fyrir útrásarvíkinga.Ekki verður séð,að það skipti miklu máli fyrir skattyfirvöld,að hnýsast í sparifé fólks. Bankarnir hafa um langt skeð haldið eftir staðgreiöslu af fjármagnstekjum. En að einu leyti skiptir þetta máli: Tryggingastofnun á auðveldara en áður með að skerða lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum.Aldraðir og öryrkjar finna vel fyrir því.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.