Mánudagur, 23. mars 2009
Eldri borgurum refsað fyrir að greiða í lífeyrissjóð og spara nokkrar krónur
Einhleypingur,sem er orðinn ellilífeyrisþegi fær í dag frá almannatryggingum 155 þús.á mánuði í lífeyri eftir skatt.Ef sá hinn sami fær 50 þús. kr. á mánuði frá lífeyrissjóði þá lækkar greiðslan frá almannatryggingum um 32 þús. kr. á mánuði og fer niður í 123 þús.á mánuði eftir skatt..Þannig hrifsar ríkið 32 þús. á mánuði vegna þess að umræddur einhleypingur er í lífeyrissjóði. Þetta kemur út eins og rikið taki 32 þús. kr. af 50 þús. kr. lífeyrirgreiðslunni.Er þetta hægt?Sumir segja að með þessu sé verið að stela hluta af lífeyrissjóðnum. Þetta er alla vega mikið ranglæti. Ef umræddur einhleypingur hefur auk þess kr. 500 þús í fjármagnstekjur yfir árið þá lækkar lífeyrir hans frá TR enn um 16 þús. á mánuði og fer niður í 107 þús.kr. eftir skatt.Það er þá búiö að skerða lífeyri hans um alls 48 þús kr. vegna lífeyrissjóðstekna og sparifjáreignar.Þessum lífeyrisþega er því bæði refsað fyrir að hafa greitt í lífeyrissjóð og fyrir að hafa sparað nokkrar krónur
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.