Stjórnlagaþing: Athyglisverðar hugmyndir Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns

Ragnar Aðalsteinssdon lögmaður var í Silfri Egils í gær. Ragnar er einn virtasti lögmaður landsins.Hann ræddi um stjórnlagaþing og setti fram mjög  athyglisverðar hugmyndir um þingið.Hann leggur til,að stjórnlagaþing verði þverskurður af þjóðinni.Þar sitji 600 manns,úr öllum stéttum þjóðfélagsins.Þingið sitji tvo tímabil.Eftir fyrra tímabilið verði drög að stjórnarskrá kynnt út um allt land og hlustað á athugasemdir fólksins og tekið tillit til þeirra.Síðan setjist stjórnlagaþingið að störfum á ný og ljúki gerð stjórnarskrár,sem lögð verði fyrir þjóðina í þjóðaratkvlæðagreiðslu.Ragnar kvað hættu á  því að stjórnmálaflokkarnir mundur reyna að ráða vali fulltrúa á stjórnlagaþing ef farið yrði fram með þær tillögur um þingið,sem nú væru í mótun.

 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband