Mánudagur, 23. mars 2009
Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum
Kristján Þór Júlíusson,alþingismaður,hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns í Sjálfstæðisflokknum.Verða þá tveir menn í framboði til formanns,Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson.Má búast við spennandi og tvísýnum kosngum.Þessir menn eru báðir mjög frambærilegir.Hvorugur hefur verið ráðherra og bera því ekki sömu ábyrgð og ráðherrar á bankahruninu.Hins vegar bera þeir báðir ábyrgð á stjórnarstefnu frjálshyggju,sem leiddi til falls bankanna.Bjarni Benediktsson hefur nokkurt forskot í formannsslagnum en ekki skyldu menn vanmeta Kristján Þór.Hann er vel metinn og hefur áreiðanlega mikið fylgi úti á landi.
Björgvin Guðmundssoin
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.