Mánudagur, 23. mars 2009
Kaupmáttur hefur minnkað um 9,3% sl. 12 mánuði
Vísitala kaupmáttar launa í febrúar var 108,4 stig en síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 9,3%.
Launavísitala í febrúar 2009 var 355,7 stig og var óbreytt frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hagstofunni. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,7%. Kaupmáttur launa hefur hins vegar lækkað um 0,5% frá fyrri mánuði.(visir.is)
Þetta er mikil minnkun kaupmáttar. Það er erfitt fyrir launþega að sæta svo mikilli kjaraskerðingu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.