17409 manns atvinnulausir

Atvinnuleysi heldur áfram að aukast hröðum skrefum og nú eru 17.409 manns atvinnulausir á landinu öllu. Á vef Vinnumálstofnunnar kemur fram að atvinnulausir karlar eru 11.043 en konurnar eru 6.366 talsins. Á höfuðborgarsvæðinu eru 11.666 án atvinnu.

Hafa verður í huga að sá hópur sem ekki er að fullu atvinnulaus fer stækkandi, það er að segja þeir sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi. Á vef Vinnumálastofnunnar segir að fjöldi þeirra sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi séu á bilinu 2000 til 2500.

Um fjórtán þúsund manns fengu greiddar atvinnuleysisbætur um seinustu mánaðamót. Heildarupphæðin nam um tveimur milljörðum króna, sem var hæsta upphæð sem atvinnuleysistryggingasjóður hafði greitt út í einu lagi frá upphafi.(visir.is)

Þetta er hörmulegt,að atvinnuleysi skuli vera orðið svona mikið.Atvinuleysistryggingasjóður greiddi 2 milljarða í atvinnuleysisbætur um sl. mánaðamót.Það mætti skapa mörg ný störf fyrir þá upphæð.Er ríkisstjórnin að gera nægilega miklar ráðstafanir til þess að auka atvinnu?

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband