Þriðjudagur, 24. mars 2009
Árslaun nokkurra forstjóra lífeyrissjóða duga fyrir 15 íbúðum fyrir aldraða
Í dag birtist í Morgunblaðinu og Frétfablaðinu opnuauglýsing um " sukk" við stjórnun lífeyrissjóðanna.Auglýsandi er Helgi Vilhjálmsson,forstjóri Góu en hann hefur áður birt svipaðar auglýsingar.Í auglýsingunni segir,að árslaun forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna séu 29,8 millj. kr.,árslaun forstjóra Lífeyrissjóðsins Gildi 21.5 millj.kr.,árslaun forstjóra LSR 19,8 millj.kr. og árslaun forstjóra Lífeyrissjóðsins Stafir 19 millj. kr. Þetta eru ógeðfelld laun,þegar laun verkamanna eru 150 þús .á mánuði. eða 1800 þús kr. á ári Mánaðarlaun forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru 2,5 millj.Í auglýsingunni stendur,að árslaun nokkurrra lífeyrissjóða dugi fyrir 15 íbúðum fyrir aldraða.
Í auglýsingu Helga er texti á undirskriftaplaggi,sem hljóðar svo:Við viljum endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu strax.Það gengur ekki,að lífeyrisgreiðslurnar okkar séu notaðar til að borga sukk örfárra einstaklinga í stað þess að þær séu nýttar í okkar þágu.Við höfum fengið nóg.
Helgi í Góu hreyfir hér brýnu máli. Það verður að endurskoða lífeyrissjóðakerfið og m.a. á að breyta stjórn lífeyrissjóðanna. Stjórnarmenn eiga að vera kosnir af sjóðfélögum sjálfum og það eiga eingöngu sjóðfélagar að sitja í stjórn en ekki atvinnurekendur eða fulltrúar þeirra.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.