Þriðjudagur, 24. mars 2009
Sérstakur saksóknari fær 16 starfsmenn auk erlendra sérfræðinga
Endurskoðuð áætlun um umfang embættis sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins gerir ráð fyrir því að fastir starfsmenn hans verði allt að sextán talsins, en þá eru ekki taldir með þeir erlendu sérfræðingar sem reiknað er með að starfi með saksóknaranum.
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, sagði á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í dag að starfsmannafjöldi embættisins gæti því orðið allt að tuttugu á þessu ári.
Eva Joly, franskur dómari og rannsóknardómari, sem fengin hefur verið til að ráðleggja íslenskum stjórnvöldum þegar kemur að saksókn vegna bankahrunins, er væntanleg til landsins á morgun að sögn Rögnu og verður þá fundað með henni um þessi endurskoðuðu áform.
Eva Joly hefur áður sagt í samtali við Morgunblaðið að hún telji ekki hægt að rannsaka þau mál sem embætti sérstaks saksóknara á að rannsaka, með færri en tuttugu starfsmönnum.(mbl.is)
Ég fagna þessari eflingu embætis sérstakssaksóknara.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.