Það borgar sig fyrir aldraða að vera í Félagi eldri borgara

Nýlega er komin ný afsláttarbók  fyrir félagsmenn í Landssambandi eldri borgara,aem gildir fyrir næstu 12.mánuði. Í bókinni er að finna yfirlit yfir þær verslanir og fyrirtæki,sem veita félagsmönnum í félögum eldri borgara afslátt. Þau eru mjög mörg af öllum gerðum.Er ljóst,að það er fljótt að borga sig að vera í Félagi eldri borgara.Það fæst á stuttum tíma afsláttur  fyrir félagsgjaldinu.Sem dæmi um verlanir og fyrirtæki sem veita afslátt má nefna verslunina 1928,Álfaborg,Byggt og búið,Heimilisprýði,Heimilistæki,Húsasmiðjuna,Ormsson,Parki,RB rúm,Teppabúðina Litaver,Tékk Kristall.Bakarameistarann,Mosfellsbakari,Reynir bakari,margar blómaverslanir,bóka og ritfangaverslanir,efnalaugar,fataverslanir,fiskverlanir,hárgreiðslu-og rakarastofur,heilsuræktarfyrirtæki, bifreiðaverkstæði og lyfjaverlanir. Hins vegar eru fáar matvöruverslanir. Sumar verslanir,sem veita afslátt takamarka hann við vissar vörur.Hér er aðeins um lítið sýnishorn að ræða en það margborgar sig að ganga í Félög eldri borgara  og fá afsláttinn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband