Börn fái ókeypis tannlækningar

Tæplega 8300 Íslendingar hafa skráð sig í hóp á vefsíðunni Facebook þar sem þess er krafist að tannlækningar og tannréttingar verði ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára. Á síðunni er það gagnrýnt að tannlæknaþjónusta skuli ekki vera ókeypis hér eins og á hinum Norðurlöndunum.

 

Tannlæknakostnaður hér á landi sé mörgum barnafjölskyldum þung byrði og næstum ofviða. Hér þurfi foreldrar að borga allt að 50% af kostnaði við tannlækningar barna sinna. Þetta valdi því að tannheilsa barna hér sé ein sú versta á Norðurlöndunum.
Tannréttingar barna kosti að meðaltali tæpa milljón en foreldrar fái fasta greiðslu frá ríkinu í styrk, allt að 250.000 krónur.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband