Miðvikudagur, 25. mars 2009
Jóhanna:Burt með ofurlaun í verkalýðshreyfingunni
Uppræta þarf spillingu og ofurlaun innan verkalýðshreyfingarinnar. Þetta kom fram í ávarpi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á aukaársfundi ASÍ í morgun.
Frestun umsamdra launahækkana verkafólks var þar einnig rædd; skiptar skoðanir eru um málið. Framtíðarsýn Alþýðusambandsins um endurreisn íslensks efnahags- og atvinnulífs er megin viðfangsefni fundarins. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ávarpaði fundinn og taldi ástæðu til að endurskoða meðal annars greiðslur innan Sambandsins.
Eins og kunnugt er beitti ASÍ sér fyrir frestun umsamdra launahækkana verkafólks, fram í júní vegna efnahagsástandsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ telur ákvörðunina hafa átt fullan rétt á sér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.