Miðvikudagur, 25. mars 2009
Hvers konar kreppa er þetta?
Kreppan á Íslandi er mjög sérstæð.Venjulega kemur kreppa í kjölfar mikils samdráttar.Framleiðsla og vöruframboð hefur dregist mikið saman vegna lítillar eftirspurnar.Fyrirtækin verða af þeim sökum gjaldþrota.Verðbólga er engin.Það er jafnvel verðhjöðnun.Kreppan á Íslandi myndaðist ekki af framangreindum orsökum.Hún skall á vegna þess að íslensku bankarnir hrundu skyndilega eins og spilaborg. Þeir hrundu vegna alþjóðlegrar fjármálakreppu og vegna þess að þeir gátu ekki lengur fengið lán erlendis.Þeir höfðu skuldsett sig óvarlega og meira en þeir réðu við að borga.Fall bankanna orsakaði mikinn samdrátt og kreppu í íslensku atvinnulífi.En ´það undarlega var,að verðbólga var í hámarki,þegar kreppan skall á.
Nú er verðbólgan byrjuð að minnka og vonir standa til ,að hún minnki hratt á næstunni.Það eru góð merki svo og að vöruskiptajöfnuðurinn er orðinn hagstæður. Næsta verkefnið er að minnka atvinnuleysið.Það þarf að gerast fljótt og hratt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.