Fimmtudagur, 26. mars 2009
Áróður fyrir skerðingu lífeyrisréttinda heldur áfram
Á forsíðu Mbl. í dag er mikill uppsláttur um að lífeyrisréttindi skerðist til framtíðar vegna bankahrunsins.Við lestur fréttarinnar kemur í ljós,að þetta er haft eftir Pétri Blöndal alþingismanni Sjálfstæðisflokksins.Lífeyrissjóðirnir hafa undanfarið verið að birta ársuppgjör sín.Útkoma sjóðanna er mjög misjöfn.Hjá sumum er útkoman viðunandi en hjá öðrum er hún slæm. Mjög fáir sjóðir hafa ákveðið að skerða réttindi sjóðfélaga. Ég hefi bent á það áður og geri það enn,að þegar sjóðirnir græddu sem mest létu þeir sjóðfélaga ekki njóta þess með .því að auka lífeyrisréttindi þeirra. Í stað þess söfnuðu þeir upp sjóðum. Þess vegna á ekki fremur nú að skerða réttindi sjóðsfélaga þó afkoma hafi versnað vegna hrunsins. Sjóðfélagar mega ekki við neinni skerðingu í dag.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.