Fimmtudagur, 26. mars 2009
Bankahrunið: Hvers vegna var ekkert gert?
Úrskurðað var að Seðlabankanum bæri að afhenda fjölmiðli minnisblað frá febrúar 2008 um fund embættismanna bankans með fjármálamönnum í London. Í þessu minnisblaði kemur fram það álit erlendra fjármálamanna,að íslensku bankarnir standi mjög illa og að hætta kunni að vera framundan.Þetta minnisblað skiptir miklu máli.Jóhanna Siguröardóttir,forsætisráðherra,,sagði á fundi með blaðamönnum sl. þriðjudag,að í kjölfar umrædds fundar Seðlabankans í London hefði bankinn átt að leggja fyrir ríkisstjórnina aðgerðaráætlun,þ.e. tillögu um það hvað ætti að gera.En ekkert var gert.Og það sem vekur enn meiri undrun er það,að Seðlabankinn gerði .þveröfugt við það sem hann hefði átt að gera miðað við minnisblaðið: Bankinn afnam bindiskyldu bankanna og gaf út skýrslu í mai 2008 um að allt væri í lagi með bankana.Þeir stæðu traustum fótum.Það er ekki heil brú í þessu.
Ljóst er,að Fjármálaeftirlit og Seðlabanki brugðust gersamlega í eftirliti sínu með bönkunum. Fjármálaeftirlitið veitti frekari heimildir fyrir stofnun Ice save reikninga erlendis eftir að minnisblað Seðlabankans var gefið út en FME hefði átt að stöðva Ice save reikningana,þ.e. svipta Landsbankann leyfi til þess að reka þá.En það var ekki gert. Ekkert var gert.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.