Fimmtudagur, 26. mars 2009
Hvers vegna tapar Framsókn?
Framsókn tapar miklu fylgi í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins.En hvers vegna?.Hvað hefur Framsókn gert af sér? Ég held ég viti skýringuna.Stöðugar árásir formanns Framsóknar á Samfylkinguna valda fylgistapinu.Fólki finnst það undarlegt,að flokkur sem hét ríkisstjórninni stuðningi,þ.e. að verja hana vantrausti,skuli alltaf vera að ráðast á hana.Ef Framsókn hefði verið "loyal" við stjórnina væri hún með mikið meira fylgi í dag,sennilega tvöfalt meira.Formaður Framsóknar segir,að ríkisstjórnin hafi ekkert gert í málefnum heimilanna en á sama tíma er verið fjalla um fjölmörg mál á alþingi,sem varða það mál. Síðast í gær voru afgreidd lög um frestun nauðungaruppboða vegna fjárhagserfiðleika heimila og um frestun gjaldþrota. Frumvarp um greiðsluaðlögun er á lokastigi.Búið er að afgreiða lög,sem veita sérsökum saksóknara auknar heimildar og aflétta bankaleynd að verulegu leyti.Frv, um sérstakt stjórnlagaþing liggur fyrir þinginu o.s.frv o.s.frv. Hvað er formaður Framsóknar að fara?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.