Íhaldið vill sækja um aðild að ESB,ef þjóðin samþykkir það

Megin niðurstaða Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins er sú að ganga eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um hvort Ísland eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Kristján Þór Júlíusson kynnti í dag niðurstöður nedndarinnar sem starfað hefur síðan í nóvember.

Kristján sagði að í nefndarferlinu hafi menn átt þess kost að hitta um 1500 manns og voru um 30 fundir haldnir víða um land. Síðasti fundurinn var haldinn í gærkvöldi og á máli Kristjáns mátti skilja að skilaboð þess fundar hafi verið mjög skýr. Á fundinum í gær voru komin drög að ályktun en í ljósi „mikilla og gagnlegra" athugasemda sem komu fram í gærkvöli sátu nefndarmennirnir fram á kvöld að semja nýja ályktun.

Kristján sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hingað til talið að aðiild að ESB þjóni ekki hagsmunum þjóðarinnar. Endurnýjað hagsmunamat hefur ekki leitt til breytinga á þeirri afstöðu. Hins vegar væru sterk lýðræðisrök sem mæltu fyrir því að þjóðin fái að tjá sig um málið og því hafi niðurstaðan orðið sú að almennum lögum eigi að breyta til þess að unnt verði að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um það hvort Ísland eigi að sækjast eftir aðildarviðræðum.

Í lokorðum Kristjáns kom fram að niðurstaða Evrópunefndarinnar væri tilraun til þess að byggja brú á milli þeirra ólíku sjónarmiða sem uppi séu um Evrópumálið í Sjálfstæðisflokknum.(visir.is)

Framangrreind afstaða Sjálfstæðisflokksins er sú sama og forustumenn VG hafa.Þeir vilja leggja það undir þjóðaratkvæði hvort sækja eigi um aðild að ESb og fara í aðildarviðræður.Ekki er þetta mjög metnaðarfull afstaða hjá íhaldinu.

 

Björgvin Guðmundsson

Á


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband