Gallup: Samfylking stærst með 30%,VG næststærst með 26%

Samfylkingin fengi flest atkvæði eða 30% og 20 menn kjörna í Alþingiskosningum ef úrslit yrðu eins og í nýjustu fylgiskönnun Capacent Gallup fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Vinstri Grænir mælast með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn.

 

Þessi könnun var gerð dagana 18.-25. mars. Á þessum tíma lýsti Jóhanna Sigurðardóttir yfir framboði til formanns í Samfylkingunni og Vinstri Grænir héldu landsfund sinni.

Ríkisstjórnin nýtur stuðnings yfir 60% kjósenda, samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup. Stuðningur við ríkisstjórnina er mestur meðal þeirra sem eru sextíu ára og eldri - 73% þeirra styðja stjórnina. Meðal þeirra kjósenda sem eru yngri en 30 ára, er stuðningurinn 62%. Eftir kjördæmum, er stuðningur við stjórnina minnstur í Suðurkjördæmi, 54%.

58% í Suðvestur, 64% í Reykjavík norður, 69% í Norðaustur kjördæmi og 71% í reykjavík suður. Mestur er stuðningur við stjórnina í Norðvesturkjördæmi, 72%.

Rétt tæplega átta af hverjum tíu kjósendum telja miklar líkur á að þeir greiði atkvæði í kosningunum í apríl. Það hlutfall hefur nánast ekkert breyst síðustu vikurnar. Samfylkingin dalar aðeins frá síðustu könnun, var þá með rúmlega 31% - munurinn er þó vel innan skekkjumarka. Vinstri græn eru næst stærsti flokkurinn og eykur fylgi sitt síðan síðast; fengi nú rúm 26% og 18 menn kjörna. Var síðast  með 24,6%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar frá síðustu könnun. Hann fengi nú 24,4% og 17 menn, miðað við 26,5% fylgi síðast. (ruv.is)
Þetta er athyglisverð niðurstaða,einkum það,að VG fara upp fyrir íhaldið.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband