Föstudagur, 27. mars 2009
VG íhugar eignarskatt á miklar eignir
Hugmyndir eru uppi innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, um að leggja á eignaskatt að nýju. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ekki sé verið að tala um að leggja skatta á eignir venjulegs fólks en það sé annað mál hvort tekjuhátt stóreignafólk eigi ekki að leggja eitthvað að mörkum eins og slíkt fólki geri í nágrannalöndunum.
Hann segir skattastefnu Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um sé hluti vandans í dag. Menn hafi hegðað sér með fullkomlega óábyrgum hætti líkt og aldrei kæmi að skuldadögum. Það væri hægt að lifa af bullandi viðskiptahalla og þenslu án þess að ríkið hefði traustar tekjur til að tryggja næga þjónustu. Þeir timar séu nú liðnir og kerfið Sjálfstæðisflokksins sé hrunið í hausinn á okkur.
Það sé verkefni núverandi ríkisstjórnar að greiða úr því og það sé ærinn hausverkur.
Steingrímur segir skref í rétta átt að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi beðist afsökunar á því horfið hafi verið frá dreifðri eignaraðild að bönkunum. Sjálfstæðisflokkurinn hafi þá kúvent í afstöðu sinni en VG hafi flutt í mörg ár frumvarp til að tryggja dreifða eignaraðild í bönkum og fjármálafyrirtækjum en framan af hafi Sjálfstæðisflokkurinn tekið undir það.
Allt í einu hafi hugtakið kjölfestufjárfestir orðið ráðandi í umræðunni og menn hafi skutlað tveimur ríkisbönkunu í hendur fárra einstaklinga eða hópa og það hafi haft skelfilegar afleiðingar í för með sér. Þetta sé síðbúin viðurkenning, síðbúið raunsæi hjá Sjálfstæðisflokknum sem beri meginábyrgð á þessu ásamt sínum samstarfsflokki.
Og um það að Geir H. Haarde velji landsfund Sjálfstæðisflokksins sem vettvang fyrir slíka afsökunarbeiðni segir ráðherrann að sjálfsagt sé hann þá frekar að biðja Sjálfstæðismenn afsökunar en þjóðina.(mbl.is)
Hugmyndir VG um eignarskatta eru athyglisverðar.En ef þeir verða teknir upp á ný verður að gæta þess,að þeir lendi ekki á venjulegum íbúðum almennings.Það verrður að binda eignarskatt við stóreignir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.