Góð tillaga Lilju Mósesdóttur

Lilja Mósesdóttir,hagfræðingur,hefur kynnt þá tillögu sína,að veðskuldir fólks verði lækkaðar um 4 millj. kr. hjá hverjum og einum,þ.e. miðað við eina íbúð.Fólk fengi ekki þessa lækkun nema á eina íbúð. Segja má,að þessi   tillaga komi í stað tillögu Framsóknar um 20 % lækkun allra veðskulda en sú tillaga hefur fengið dræmar viðtökur og hefur nánast verið slegin út af borðinu.Mér líst vel á þessa tillögu Lilju. Ef erfitt reynist að fjármagna þessa lækkun mætti byrja á því að frysta lækkunina í  ákveðinn tíma. Það er nauðsynlegt að gera eitthvað róttækt fyrir heimilin í landinu strax og mér virðist þessi tillaga einna best í því efni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er ansi margir sem eru búnir að meðtaka 20% tillöguna nánast sem trúarbrögð, svo þessi ágæta tillaga Lilju verður væntanlega fyrir mikilli gagnrýni og ómaklegri.

Finnur Bárðarson, 27.3.2009 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband