Jóhanna sammála Ingibjörgu Sólrúnu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar gerði upp á hreinskilinn hátt samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn í ræðu sinni við setningu landsfundar Samfylkingarinnar í gær. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, arftaki Ingibjargar í formannssæti. Hún er sammála Ingibjörgu Sólrúnu að það hafi verið Sjálfstæðisflokkurinn sem brást en ekki fólkið í flokknum.

 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í ræðu sinni lgerlí gær við setningu landsfundar Samfylkingarinnar að hún hefði sýnt ákveðið andvaraleysi í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hennar stærsta yfirsjón hafi verið að gera ekki afdráttarlausari kröfur um breytingar á stjórnkerfinu þegar Samfylkingin efndi til þessa samstarfs.
Ingibjörg Sólrún sagði þrennt hafa haldið flokknum í samstarfinu fram yfir áramót og það var mikilvægi þess að halda líflínunni við útlönd opinni, meðal annars í gegnum Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, nauðsyn þess að afgreiða fjárlög 2009 og í þriðja lagi vilyrði um stefnubreytingu hjá Sjálfstæðisflokknum varðandi stjórnkerfi Seðlabankans og Evrópusambandið. (mbl.is)
Ræða ISG var sterk og góð. Og svo virðist sem Jóhanna sé algerlega sammmála ræðu Ingibjargar.
Björgvin Guðmundssson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband