Laugardagur, 28. mars 2009
Eva Joly tekin til starfa
Eva Joly, sérstakur ráđgjafi í rannsókn á efnahagshruninu, hefur formlega tekiđ til starfa. Ráđning hennar sem ráđgjafi sérstaks saksóknara var formlega kynnt á blađamannafundi í Ţjóđmenningarhúsinu í dag. Joly sagđist reyna eftir fyllsta megni ađ opna dyr bankaleyndar hér á landi sem erlendis, ţađ taki tíma og krefjist mikillar vandvirkni.
Eva Joly segir markmiđ vinnu sinnar vera ađ leiđa ţá sem hafi gerst brotlegir fyrir íslenskan rétt og sakfella ţá.
Hún hefur ekki áhyggjur af ţví ađ rannsóknargögn hafi skemmst frá ţví bankakerfiđ hrundi í haust.
Erfitt sé ađ hylja slóđir í rafrćnu viđskiptaumhverfi og ţví sé hún bjartsýn á ađ málin verđi upplýst. Hún segir mikilvćgast ađ fylgja peningunum til ađ komast til botns í ţví sem hér fór úrskeiđis.
Joly segir vinnuna koma til međ ađ taka tíma. Erfitt geti reynst ađ nálgast gögn erlendis sem muni tefja rannsóknina hér heima. Dćmi séu um ađ sambćrilegar rannsóknir hafi tekiđ fimm til sjö ár.
Joly mun starfa hér á landi fjóra daga í mánuđi en ţess á milli mun hún sinna starfinu frá heimaborg sinni, París.
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráđherra, segir ađ nú sé komin umgjörđ fyrir öfluga innlenda og erlenda rannsókn á brotum sem hugsanlega hafa orđiđ í tengslum viđ bakahruniđ. Áćtlađur kostnađur vegna starfa Evu Joly og ráđgjafa á hennar vegum gćti numiđ allt ađ 70 milljónum króna á ári. Auk ţess hafi hinum sérstaka saksóknara veriđ gert kleift ađ ráđa allt ađ 16 starfsmenn til sín. Kostnađur vegna rannsóknarinnar gćti numiđ 250 til 270 milljónum króna á ári.
bJÖRGVIN gUĐMUNDSSON
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ţetta verđur ađ rannsaka, ţótt ţađ kosti mikla peninga. Mín skođun.
Guđrún Jónína Eiríksdóttir, 29.3.2009 kl. 01:42
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.