Skilanefnd sett yfir Sparisjóðabankann

Fjármálaeftirlitið hefur skipað skilanefnd yfir Sparisjóðabanka Íslands, en ákvörðun um þetta var tekin á föstudag. Tæpri viku fyrr tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um ráðstöfun eigna og skulda bankans til Seðlabankans og Kaupþings.

Skilanefndin tekur við öllum heimildum stjórnar félagsins samkvæmt ákvæðum neyðarlaganna. Formaður skilanefndarinnar er Þorvarður Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi. (visir.is)

Það kemur nokkuð á óvart að búið sé að skipa skilanefnd yfir Sparisjóðabankann,þar eð Seðlabankanum hafði verið falin verulegur hlutii af starfsemi bankans.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband