Sunnudagur, 29. mars 2009
Leiðtogaskipti í Samfylkingu gengu vel fyrir sig
Jóhanna Sigurðardóttir hefur tekið við formennsku í Samfylkingunni.Hún flutti skelega ræðu eftir að hún hafði verið kosinn.Hún sagðist ekki vera formaður til bráðabirgða,hún sagðist ekki vera formaður upp á punt.Það mátti skilja á henni að hún ætlaði að vera formaður svo lengi sem Samfylkingin vildi nýta starfskrafta hennar.Með þessum orðum svaraði hún vel áróðri andstæðinganna,sem hafa haldið því fram að hún ætti aðeins að vera formaður í stuttan tíma.Einhverjir í Samfylkingunni voru hræddir um að Jóhanna ætlaði fljótlega að hætta í stjórnmálum. En hafi svo verið hefur Jóhanna breytt um afstöðu.Hún ætlar að vera lengi formaður.Þetta eru slæmar fréttir fyrir andstæðingana,þar eð Jóhanna er í dag vinsælasti stjórnmálamaður landsins.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skilaði vel af sér. Hún hefur látið af formennsu af heilsufarsástæðum og flutti mjög góða ræðu þegar hún skilaði af sér. Hún rakti aðdraganda bankahrunsins og skýrði þróunina frá sínum sjónarhóli.Hún sagði,að Samfylkingin hefði ekki gert nægar kröfur þegqr stjórnin með Sjálfstæðisflokknum var mynduð. Ég er sammála því og skrifaði oft um það í byrjun stjórnarstímabilsins. Ingibjörg Sólrún sagði,að hún og stjórnin hefðu sýnt andvaraleysi.Það er sjálfsagt rétt.
Ég tel,að þurft hefði að grípa í tímana vegna útþenslu bankanna mikið fyrr en við myndun fyrri stjórnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.