Eignir LSR lækkuðu um 30 milljarða sl. ár

Eignir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins lækkuðu um 30 milljarða á síðasta ári, samkvæmt uppgjöri sjóðsins sem birt var í dag.

Hrein eign lífeyrissjóðsins í árslok 2008 til greiðslu lífeyris nam 287 milljörðum en í lok árs 2007 var hún 317 milljarðar. Raunávöxtun sjóðsins á árinu 2008 var neikvæð um 25 prósent. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins starfar í þremur deildum, A-deild, B-deild og séreignardeild. Heildarskuldbindingar A deildar sjóðsins umfram eignir námu tæpum 47 milljörðum króna í lok árs 2008.

Sjóðurinn er með ríkisábyrgð og eru réttindi sjóðfélaga hans því varin gegn tapi, sem lendir þess í stað á skattgreiðendum.
Það hefur lengi verið álitamál hvort réttlætanlegt sé að halda uppi slíku tvöföldu lífeyriskerfi, þar sem einn hópur þjóðfélagsins búi við önnur kjör en aðrir hópar.

Í uppgjöri sjóðsins segir að erfiðleikar á fjármálamörkuðum hafi haft mikil áhrif á afkomuna. Í kjölfar falls íslensku viðskiptabankanna hafi hlutabréf og víkjandi skuldabréf sem sjóðurinn átti í bönkunum verið afskrifuð. Lífeyrissjóðurinn hefur einnig fært niður skuldabréf í eignasafni sínu vegna óvissu um stöðu margra fyrirtækja. (visir.is)

Þetta er mikil eignalækkun hjá LSR.Eðlilegt er,að rætt sé hvort ríkið eigi að ábyrjast skuldbindingar  LSR en í því sambandi ber að hafa í huga að það var hluti af kjörum ríkisstarfsamann,að fá betri lífeyrisréttindi en aðrir.Ríkisstarfsmenn  fengu minni launahækkanir en launþegar á frjálsum markaði og sættu sig við það vegna betri lífeyrisréttinda.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband