Sunnudagur, 29. mars 2009
Samfylkingin:Kvótar verði innkallaðir
Samfylkingin greiðir nú atkvæði um stefnumál sín á lokadegi landsfundar í Smáranum. Endurreisnarnefnd landsfundar vill að dregið verði úr vægi verðtryggingar í lánaviðskiptum - en ekki að hún verði afnumin. Umhverfishópurinn leggur til að kvótar verði innkallaðir í Auðlindasjóð á næstu tuttugu árum.
Ekki er búist við átökum við afgreiðslu mála á landsfundi Samfylkingarinnar. Fundurinn hófst klukkan tíu í morgun með kynningu á frambjóðendum til ritara, gjaldkera og formanns framkvæmdastjórnar, en Rannveig Guðmundsdóttir lætur af því starfi og eru þar tveir í framboði, Margrét Björnsdóttir og Ari Skúlason.
Nú stendur yfir umræða og afgreiðsla tillagna málefnanefndanna. Málefnanefnd efnahagslegrar endurreisnar vill að dregið verði úr vægi verðtryggingar í lánaviðskiptum og að leitað verði leiða til að auka framboð óverðtryggðra íbúðarlána. Eins að aukin stöðugleiki samfara aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði nýttur til að innleysa verðtryggðar skuldbindingar fyrir óverðtryggð evrubréf.
Skiptar skoðanir eru þó á landsfundinum um verðtrygginguna og óvíst hver niðurstaðan verður. Áætlað er að fundinum ljúki um fjögurleytið í dag með stefnuræðu nýs formanns flokksins - Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem fékk rússneska kosningu í embættið í gær.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.