Hættuástand hjá bönkunum þegar 2006

Árnór Sighvatsson hagfræðingur,aðstoðarbankastjóri Seðlabankans var í ítarlegu viðtali Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Hann kom víða við.M.a. sagði hann,að vegna ofþenslu bankanna hefði þegar verið komið hættuástand hjá bönkunum 2006.Það vill segja,að þegar áður en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var mynduð var hætta á ferðum í bönkunum,þeir bólgnuðu svo ört´út.

Arnór sagði,að skerpa þyrfti á eftirlitsskyldum Fjármálaeftirlits og Seðlabanka með fjármálastofnunum. Það hefði verið svo,að eftirlitsaðilar hefðu fyrst og fremst verið að fylgjast með því að lögum og reglum væri fylgt en ekki að fylgjast með .því  t.d. að bankarnir skuldsettu sig ekki um of.Arnór gagnrýndi miklar lánveitingar bankanna til eigenda sinna og skyldra aðila.Hann sagði,að eigið fé bankanna hefði ekki verið eins mikið (sterkt) eins og ætla hefði mátt af bókum bankanna.

Arnór var spurður um verðbólguna og verðhjöðnun,sem nú væri spáð.Hann sagði,að verðhjöðnun hér þyrfti ekki að vera eins varasöm og í mörgum öðrum löndum.T.d. gerði verðtryggingin hér það að  verkum,að  skuldir lækkuðu um leið og verðhjöðnun yrði.Verðhjöðnun hefði orðið í Ísrael oftar en einu sinni og hún hefði ekki reynst Ísrael illa.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband