Bjarni kosinn formaður

Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í dag. Bjarni fékk 990 atkvæði af 1705 greiddum atkvæðum eða 58,1%. Kristján Þór Júlíusson fékk 688 atkvæði eða 40,4%. Aðrir fengu 10 atkvæði eða færri, 5 atkvæði voru ógild og 2 auð.

Bjarni þakkaði fundargestum og sagðist vilja taka orð tengdaföður síns sér í munn: „Ég er eins og skyr, ég er mjög hrærður."(mbl.is)

Þetta er ágæt útkoma hjá Bjarna.Að visu finnst mér Kristján Þór hafa náð jafnvel betri árangri en ég átti von á. Nú er eftir að sjá hvernig Bjarni stendur sig sem formaður.Sumum í Sjálfstæðisflokknum finnst hann ekki hafa nægilega reynslu og að Kristjan Þór sé meiri reynslubolti.En Bjarni er geðþekkur maður og  sjálfsagt duglegur.Hann fær eldskírnina í kosningabaráttunni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband