Jóhanna vill félagshyggjustjórn og aðild að ESB

Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar telur að það sé Íslandi fyrir bestu að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu eftir kosningar. Hún útilokar þó ekki samstarf. Þetta kom fram í ræðu hennar á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. Hún vill ganga til samninga við Evrópusambandið eftir kosningar og bera samning um aðild undir þjóðaratkvæði.

 

Í stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar segir að hagsmunum Íslands að loknum kosningum sé best borgið með félagshyggjustjórn. Vinstri græn útilokuðu á landsfundi sínum fyrir viku stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokki eftir næstu kosningar. Samfylkingin ályktaði ekki á sama hátt en Jóhanna Sigurðardóttir formaður flokksins vill vinstristjórn. Jóhanna var ákaft hyllt í lok ávarpsins.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband