Við þurfum félagshyggjustjórn eftir kosningar

Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag.Þar segir svo m.a.:
Það urðu merk umskipti í íslenskum  stjórnmálum, þegar minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna var mynduð með hlutleysi Framsóknar og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fór frá. Sjálfstæðisflokkurinn  hafði verið við völd óslitið í 18 ár.Mörgum þótti það  meira en nóg.
Ég tel mikilvægt, að félagshyggjuflokkarnir verði áfram við völd eftir kosningar.Samfylking og VG eru félagshyggjuflokkar. Framsókn hefur breytt um stefnu með nýrri forustu   og er nú á ný félagshyggjuflokkur einnig. Ég fagna breyttri stefnu Framsóknar og vænti þess,að sá flokkur geti starfað með félagshyggjuöflunum í landinu að framkvæmd félagslegra úrræða til þess að auka jöfnuð og réttlæti í þjóðfélaginu.Eftir bankahrunið er mjög mikilvægt að standa vörð um velferðarkrefið og styrkja það eftir því sem kostur er á til þess að auðvelda fólki að takast á við versnandi lífskjör í kjölfar fjármálakreppunnar.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband