Stjórnun bankanna réði mestu um hrunið

Kaarlo Jännäri, fyrrverandi forstjóri finnska Fjármálaeftirlitsins, telur að framganga bankanna hafi ráðið mestu um hrun þeirra síðasta haust. Hann hefur unnið skýrslu fyrir stjórnvöld um hvernig regluverk fjármálakerfisins var hér fyrir hrun og hvernig eftirlitinu var háttað.

Meginniðurstöður eru að íslenskur bankarekstur hafi einfaldlega verið lakur og stefna stjórnvalda röng. Þetta hafi valdið hruninu hér, en óheppni hafi einnig átt hlut að máli.

Hann leggur einnig til leiðir til úrbóta. Meðal annars að Seðlabanki og Fjármálaeftirlit verði sameinuð. Fjármálaeftirlitið fái auk þess auknar valdheimildir og beiti þeim af meiri hörku.

Jännäri segir að regluverk hér og í nágrannalöndunum hafi ekki verið svo frábrugðið. Beita hefði mátt valdheimildum stjórnvalda og eftirlitsstofnana gegn ofvexti bankanna frekar, en það sé eins og stjórnvöld hafi skort til þess hugrekki. Hann nefnir einnig að öflugir kaupsýslumenn hafi haft lögmenn í liði með sér til að túlka ákvæði laga og reglna bókstaflega. Þannig og með flóknum fyrirtækjafléttum hafi þeir komist í kringum lögin.(visir.is)

Skoðun finnska sérfræðingsins á bankahruninu er athyglisverð.Hann telur bankana bera höfuðsökina en telur einnig,að eftirlitið hefi verið slakt.

 

Björgvin Guðmundsson

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband