Mánudagur, 30. mars 2009
Krónan hefur veikst mikið sl. 19 daga
Með veikingu krónunnar síðustu nítján daga hefur öll styrking, þeirra sjö vikna sem á undan fóru, gengið til baka. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka.
Gengisvísitala krónunnar hækkaði um rúmt eitt prósent í dag sem þýðir að krónan veiktist að sama skapi. Krónan hefur veikst jafnt og þétt í nítján daga
Fyrir 19 dögum eða 11. mars hafði krónan styrkst í sjö vikur meira og minna samfleytt og vísitala krónunnar var komin niður í 186 stig. Gengisvísitalan hefur hækkað hratt síðan, svo hratt að gengisvísitalan er orðin 212 stig eða jafnhá og hún var orðin undir lok janúar. Veiking krónunnar síðustu daga hefur því gert að engu styrkingu þeirra sjö vikna sem á undan fóru.
Fyrir 19 dögum eða 11. mars hafði krónan styrkst í sjö vikur meira og minna samfleytt og vísitala krónunnar var komin niður í 186 stig. Gengisvísitalan hefur hækkað hratt síðan, svo hratt að gengisvísitalan er orðin 212 stig eða jafnhá og hún var orðin undir lok janúar. Veiking krónunnar síðustu daga hefur því gert að engu styrkingu þeirra sjö vikna sem á undan fóru.
Greiningardeildir bankanna telja að helstu ástæður þess að krónan hafi veikst undanfarið séu þær að fjármagn leiti úr landi og að Seðlabankinn hafi látið af afskiptum sínum á gjaldeyrismarkaði.
Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að það sé athyglisvert ef satt reynist að Seðlabankinn sé ekki að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn. Nóg sé af forðanum og peningastefnunefnd bankans hafi lagt mikla áherslu á að gengi krónunnar verði haldið stöðugu.
Engin svör fengust úr Seðlabankanum. (ruv.is)
Þetta er mjög slæmt,þar eð lækkun krónunnar hækkar verð innfluttra vara og eykur verðbólguna,þegar mikil þörf er á því að minnka hana.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.