Vöruskiptajöfnuður hagstæður um 5,9 milljarða í febrúar

Í febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 32,3 milljarða króna og inn fyrir 26,4 milljarða króna. Vöruskiptin í febrúar voru því hagstæð um 5,9 milljarða króna, eftir því sem fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar. Í febrúar 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 18,6 milljarða króna á sama gengi.

Hagnaður á vöruskiptum fyrstu tvo mánuðina 2009 nam 6,3 milljörðum króna. Þá voru fluttar út vörur fyrir 65,9 milljarða króna en inn fyrir 59,6 milljarða króna. Á sama tíma árið áður voru vöruskiptin neikvæð um 35,9 milljarða. (visir.is)

Þetta eru góðar tölur og sýna,að þróunin er á réttri leið.Hagstæður vöruskiptajöfnuður er forsenda fyrir því að unnt verði að taka upp frjáls gjaldeyrisviðskipti og ná niður verðbólgu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband