Útflutningsviðskipti í krónum bönnuð

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um aukin gjaldeyrishöft þegar að þingfundur hófst á nýjan leik klukkan hálfsjö. Hann sagði að væri að ræða afar mikilvægar og óumflýjanlegar ráðstafanir að hálfu stjórnvalda. Núverandi ástand væri óviðunandi.

Samkvæmt frumvarpinu verða útflutningsviðskipti í krónum bönnuð. Frumvarpinu er ætlað að tryggja að markmið um styrkingu gengis íslensku krónunnar verði betur náð.

Frumvarpið var afgreitt með afbrigðum við þingsköp með 58 samhljóða atkvæðum. Steingrímur sagðist vera þakklátur þingmönnum. Mikilvægt væri að búið væri að samþykja lögin þegar milliríkjaviðskipti hæfust á nýjan leik á morgun.

Af því loknu var því vísað til efnahags- og skattanefndar. Stefnt er að ljúka afgreiðslu frumvarpsins sem lög frá Alþingi í kvöld eða eftir miðnætti. 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband