Þriðjudagur, 31. mars 2009
Eigum við að sækja um aðild að ESB
Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur skýra stefnu í Evrópumálum.Hún vill sækja um aðild að ESB.Sjálfstæðisflokkkurinn er með margar stefnur í málinu en segir,að enn sé best að vera utan ESB.Vinstri græn vilja að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sækja eigi um aðild að ESB.
Ljóst er,að Evrópumálin verða á dagskrá í kosningunum í næsta mánuði.Ég tel,að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB og síðan eigi að leggja samningniðurstöður undir þjóðaratkvæði.Ef viðunandi samningur fæst um sjávarútvegsmál tel ég,að staðfesta eigi aðildarsamning.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.