Miðvikudagur, 1. apríl 2009
Íhaldið tefur stjórnarskrármálið
Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni sem tekist hefur verið á um í sérnefnd um stjórnarskrármál undanfarið, hefur verið afgreitt úr nefndinni. Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs á þingi í dag og sagði að ekki hafi verið fullreynt um að ná samkomulagi innan nefndarinnar.
Björn sagði að þetta væri einungis í þriðja sinn í sögu þingsins sem mál sé tekið út úr nefnd með þessum hætti, í andstöðu við nefndarmenn. Hann sagðist ekki sjá annað en að hart yrði tekist um málið í sölum Alþingis á næstu dögum.
Valgerður Sverrisdóttir þingkona Framsóknarflokksins sem á sæti í nefndinni andmælti orðum Björns harðlega og benti á að sjálfstæðismenn hefðu ekki sýnt neina viðleitni til þess að ná sáttum í nefndinni fyrr en í morgun, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir meirihlutans til þess að koma til móts við minnihlutann. Því hafi ekki verið annað í stöðunni en að taka málið úr nefndinni.(visir.is)
Sjálfstæðisflokkurinn hefur reynt að tefja og torvelda frv. um stjórnarskrá eins mikið og hann hefur getað.Síðast í gær ætlaði flokkurinn að neita að afgreiða neyðarlög um gjaldeyrismál nema látið yrði að vilja flokksins í stjórnarskrármálinu.Flokkurinn,sem er í minnihluta, ætlaði sem sagt að kúga meirihlutann.En að lokum lét Sjálfstæðisflokkurinn sig. En ´nú reynir hann að tefja stjórnarskrármálið sem mest hann getur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.